Innilegt Ferðalag

Öndun, Kakó & NærAndi Tónar

Skynjum innri veröldina

Vertu hjartanlega velkomin/nn í innilegt ferðalag. Njótum samveru og tengjumst kjarnanum okkar í gegnum öndun, djúpnærandi tóna, slökun og leidda hugleiðslu. Við byrjum þessa yndislegu stund á því að drekka 100% hreint Kakó frá Guatemala sem mun aðstoða okkur við ferðalagið inn í okkar innri veröld. Tengjumst líkama og anda í gegnum árhrifamikla öndun. Gefum algjörlega eftir í djúpa slökun á meðan tónar frá ekta tíbeskum söngskálum og gongi aðstoða líkamann við að endurraða orkunni og skapa samhljóm milli huga, líkama og sálar. Þar tekur við leidd hugleiðsla sem býður upp á töfrandi innri upplifun. Við mætum með ásetning. Hér er tækifæri til að ferðast inn á við og leyfa ásetningnum að taka festu djúpt í undirmeðvitundinni þar sem hann fær að festa rótum.

Verð: 5.500 kr.

Næstu tímar

9. mars
kl. 17:00-19:33
Eden Yoga
Innilegt ferðalag

Tíbeskar tónskálar og gong

Tíbeskar tónskálar og gong  hefur verið notað öldum saman í heilunar tilgangi og til þess að skapa ánægjulegt hugleiðsluástand.Hljóðbylgjurnar bera með sér ákveðna tíðni. Þessi tíðni hefur jákvæð áhrif á það sem er í ósamræmi við líkamann, aðstoðar hann við að endurraða sér og skapa samhljóm í orkunni. Þær vinna vel gegn streitu, sársauka, depurð og fleiru sem stafar af stöðnun í orkuflæðinu. Samstilla hljóðbylgjurnar sig við heilabylgjurnar og skapa fullkomið ástand fyrir djúpa hugleiðslu, skapandi hugsun og tengingu við innsæið.

Þessar tæru hljóðbylgjur hjálpa okkur því að hlusta ekki aðeins með eyrunum heldur að finna og skynja með líkamanum okkar.

Hátíðlegt kakó

KAKÓIÐ sem við drekkum er 100% hreint kakó. Það kemur frá regnskógum Guatemala og fer ekki í gegnum hefðbundið vinnsluferli og haldast því öll næringarefnin í súkkulaðinu. Kakóið auðveldar ferðalagið inn á við. Það eykur blóðflæðið um líkamann, hjálpar okkur að finna betur fyrir þeim tilfinningum og upplýsingum undirmeðvitundarinnar sem eru tilbúin að komast upp á yfirborðið.
Kakóið er meðal annars hlaðið af magnesíum og öðrum mikilvægum steinefnum og er inniheldur mesta magn andoxunarefna sem sem vitað er um í plönturíkunu.

Þar að auki er kakóið ljúffengt og ýtir undir hamingju og ástar hormónin oxítósín og endorfín.

 

 

Shopping Cart