Vertu í andanum
Námskeið
Hver einasti andadráttur er tækifæri
Þú ert alltaf andandi, en ertu meðvituð/aður um öndunina?
Ertu að anda til fulls?
Vilt þú taka þátt í 4 vikna námskeiði þar sem þú lærir einfaldar og áhrifamiklar aðferðir sem bæta lífgæðin þín?
Nútímamaðurinn lifir að mestu í sjálfsbjargarham, eða streituástandi. Í þessu ástandi er líkaminn stöðugt að losa streituhormóna sem geta leitt til langvarandi verkja og lífstílssjúkdóma. Í þessu ástandi getur líkaminn hreinlega ekki endurnýjað eða heilað sig. Á hinn boginn höfum við slökunarástand. Í þessu ástandi getur líkaminn byrjað að heila og endurheimta sig. Við getum valið að fara í slökunarástand og er öndunin ein hraðvirkasta leiðin til þess.
Andinn er aðgengi í taugakerfið
Hverskonar öndun er þetta?
Þetta er ekki bara ein tegund af öndunaræfingum, heldur almenn fræðsla um taugakerfið, einfalda líffræði og öndun í því samhengi.
Við öðlumst skilning á öndun, og hvernig hún hefur bein áhrif á taugakerfið. Þegar við skiljum þetta getum við skapað það ástand sem við viljum, í hvaða aðstæðum sem er.
Af hverju að gera öndunaræfingar?
Með því að framkvæma léttar öndunaræfingar daglega getum við meðal annars:
- Bætt svefngæði
- Dregið úr streitu
- Dregið úr kvíða
- Dregið úr bólgum
- Róað hjartsláttinn
- Lækkað/Hækkað blóðþrýsting
- Styrkt ónæmiskerfið
- Öðlast meira vald yfir taugakerfinu
- Aukið almennt jafnvægi og vellíðan
- Skapað friðsælt hugarástand
- Bætt þol og úthald
- Dregið úr líkum á meiðslum
Verð: 26.900 kr.
Næstu námskeið
Mæli eindregið með námskeiðinu fyrir alla sem vilja öðlast meira valdi á taugakerfinu. Stútfullt af gagnlegum fróðleik, æfingum, hugleiðslu, teygjum og fleira. Ég fékk miklu meira út úr námskeiðinu heldur en mig hefði grunað. Frábært námskeið í alla staði. Ég er virkilega þakklátur fyrir þennan tíma og allar ráðleggingarnar. Kærar þakkir Arnór, stay awesome!
Ástæðan fyrir því að ég fór á námskeiðið var að ég er alltaf með axlirnar fastar við eyrun, svo mikið er ég stressuð. Mér finnst ég klárlega hafa fengið verkfæri til þess vinna í því vandamáli og gott betur en það.
Mér fannst gaman að hlusta á alla fræðsluna því það er klárt mál að Arnór hefur mikinn áhuga og kemur efninu frá sér á einfaldan og skemmtilegan hátt. Andrúmsloftið var alltaf næs og því alltaf lítið mál að koma með spurningar, sama hversu fáránlegar þær voru.
“Að knúsa hjartað” er ein besta útskýring sem ég hef heyrt og hef ég svo oft nýtt mér þá aðferð þegar þörf er á!
Að lokum finnst mér ég ekki aðeins hafa lært bara öndunaraðferðir, heldur líka það hvernig ég get lagt línurnar fyrir daginn minn aðeins með því að pæla í því hvernig ég byrja daginn. Að gefa frá mér!
Hreint út sagt geggjað! The Ultimate bio hacking fróðleiksnámskeið. Arnór er stútfullur af skemmtilegum fróðleiksmolum sem hafa nýst mér mikið í daglegu amstri, allt frá teygjum, öndunaræfingum, kuldaþjálfun, vitundaræfingum o.fl. Ég er líka bara overall meira tengdari hjartanu bæði líkamlega og andlega Takk kærlega fyrir allt vinur!
Ég skráði mig á 4 vikna námskeið hjá og með Arnóri, og sé ekki eftir því!
Ég vissi ekkert hvað öndun var, nema að ég anda allan sólahringin án þess að spá nokkuð í því, stress og annað að drepa mann án þess að ég væri að taka eftir því sérstaklega, það sem ég tek með mér úr þessu námskeiði er eitt RISAstórt verkfæri, öndun sem kemur þér í gegnum daginn, og nóttina, svo vel á að það er ekki hægt að lýsa því, í raun annar heimur fyrir mér. Ég fór með engar væntingar.
Ég gef Arnóri fullt hús stiga, einlægur, og bara frábær kennari. Ég mæli með þessi námskeiði fyrir alla sem vilja auka gæðin, minnka stressið, og upplifa eitthvað allt annað! þetta var geggjað.
Takk fyrir mig!