Vertu í andanum

Námskeið

IMG_9672

Hver einasti andadráttur er tækifæri

Þú ert alltaf andandi, en ertu meðvituð/aður um öndunina? Ertu að anda til fulls?

Vilt þú taka þátt í 4 vikna námskeiði þar sem þú lærir einfaldar og áhrifamiklar aðferðir sem bæta lífgæðin þín?

Nútímamaðurinn lifir að mestu í sjálfsbjargarham, eða streituástandi. Í þessu ástandi er líkaminn stöðugt að losa streituhormóna sem geta leitt til langvarandi verkja og lífstílssjúkdóma. Í þessu ástandi getur líkaminn hreinlega ekki endurnýjað eða heilað sig. Á hinn boginn höfum við slökunarástand. Í þessu ástandi getur líkaminn byrjað að heila og endurheimta sig. Við getum valið að fara í slökunarástand og er öndunin ein hraðvirkasta leiðin til þess.

Andinn er aðgengi í taugakerfið

Hverskonar öndun er þetta?

Þetta er ekki bara ein tegund af öndunaræfingum, heldur almenn fræðsla um taugakerfið, einfalda líffræði og öndun í því samhengi. Við öðlumst skilning á öndun, og hvernig hún hefur bein áhrif á taugakerfið. Þegar við skiljum þetta getum við skapað það ástand sem við viljum, í hvaða aðstæðum sem er.

Af hverju að gera öndunaræfingar?

Með því að framkvæma léttar öndunaræfingar daglega getum við meðal annars:

- Bætt svefngæði
- Dregið úr streitu
- Dregið úr kvíða
- Dregið úr bólgum
- Róað hjartsláttinn
- Lækkað/Hækkað blóðþrýsting
- Styrkt ónæmiskerfið
- Öðlast meira vald yfir taugakerfinu
- Aukið almennt jafnvægi og vellíðan
- Skapað friðsælt hugarástand
- Bætt þol og úthald
- Dregið úr líkum á meiðslum

Verð: 26.900 kr.

Næstu námskeið

4 vikna námskeið
The White Lotus
Hefst. 8. apríl
Mánudagar
kl 17:30-19:30
Shopping Cart