Öndunarþjálfun
fyrir lengra koma

Fyrir þá sem vilja fara með andann á næsta stig


Þetta námskeið er framhald af Vertu í Andanum, þar sem er lögð meiri áhersla á grunn fræðslu.
Á þessu námskeiði ætlum við að einblína meira á ástundun og verklegar æfingar. Við ætlum að vinna með þessi máttugu verkfæri ásamt nýjum og læra hvernig við getum nýtt okkur þau á hagnýtan hátt.

Við munum kafa dýpra í öndunarheimspeki og aðferðir sem munu gefa þér meira frelsi til að skapa þitt eigið öndunarferðalag sem hentar þinum aðstæðum og lífi.

Námskeiðið inniheldur aðferðir og fræðslu sem mun dýpka skilning þinn og auka upplifun þína.

Þú mund öðlast meiri skilning á öndun, hvernig við notum og tengjum hana í hreyfingu, yoga, styrktar æfingar, slökun, hugleiðlsu og fleira.

Með þessum dýpri skilningi mun líkamsvitund þín vaxa, dafna og skapa rými til ferðast dýpra inná við.

Allir tímar enda á áhrifamiklu öndunarferðalagi, djúpslökun & tónheilun.

Öndun snýst ekki bara um innöndun og útöndun. Hún er máttught tól til betra lífs. Hvort sem þig vantar streitulosun, aukna orku, bætta einbeitingu, sterkara ónæmiskerfi, bæta árangur í íþróttum eða meiri gleði, þá er andardrátturinn alltaf til staðar, ef þú kannt að nýta þér hann.
Vertu í Andanum og beislaðu kraftinn!

! Bætt öndun bætir lífið !

Fyrir hverja er námskeiðið?

Frábært þá sem hafa lokið Vertu í Andanum og vilja kafa dýpra
Þá sem hafa hafa lokið samskonar námskeiðum
Yogakennara
Einkaþjálfara 
Íþróttafólk
 

Námskeiðið fer fram í Svövuhúsi á þriðjudögum kl 17:40 -19:40 og hefst 7. maí
Hvað er betra en að kúppla sig útúr amstrinu og lenda í náttúrnni rétt fyrir utan bæinn.

Staðsetning er rétt hjá Norðlingaholti. Framhjá afleggjaranum sem fer inn í Heiðmörk. Taktu svo næsta afleggjara til hægri. Þar er skilti sem á stendur Hólmur. Farðu yfir brúna og beint af augum sérðu Svövuhús.

 

 

Verð:
26.900 kr.

Næstu námskeið

4 vikna
námskeið
Hefst. 7. maí
Þriðjudagar
kl 17:40-19:40
Svövuhús
Shopping Cart