Umbreytandi
Öndunarferðalag
Næstu dagsetningar:
10. júlí, 20. júlí, 24. júlí
3 klst
Kakó og súpa innifalin
Verð 8000kr
Með vandaðri handleiðslu og skýrum ásetningi ætlum við að fara í kröftugt öndunarferðalag til að komast í umbreytt ástand. Í þessu ástandi getum við haft áhrif á hegðunarmynstur okkar, skynjað undirliggjandi tilfinningar og horfst í augu við þær.
Þetta ferðalag er fyrir þá sem vilja:
-Komast í tengingu við undirmeðvitundina
-Breyta gömlum hegðunarmynstrum
-Upplifa umbreytingar kraft öndunar
-Leysa úr tregðum og tilfinningum
-Núllstilla kerfið, næra líkama og sál
-Finna fyrir djúpslökunarástandi þar sem úrvinnsla á sér stað
-Njóta kyrrðar í náttúrunni
-Uppgötva eitthvað nýtt innra með sér
-Styrkja ásetning og stefnu
Öndun/Breathwork
Öndunaræfingar hafa ýmis áhrif á okkur. Hvort sem við viljum skapa slökun í kerfinu, bæta athyggli eða orku þá hefur önduninn bein áhrif á taugakerfið. Í þessu öndunarferðalagi ætlum við að nýta öndunina til þess að komast úr framheilanum og ferðast dýpra í undirvitundina okkar. Þar getum við bæði losað um hugarferla og tilfinningatregður og haft djúpstæð áhrif.
Ásetningur
Til þess að fá sem mest úr ferðalaginu er mikilvægt að vera með skýran ásetning. Þegar við notum öndun til þess að ferðast í undirvitundina getum við valið að fara inn með skýaran ásetning og þannig haft jakvæð áhrif.
Tónheilun
Hefur verið notuð öldum saman í heilunar tilgangi og til þess að skapa ánægjulegt hugleiðsluástand.
Djúpslökun
Eftir öndunarferðalagið skiptum við yfir í allt annan öndunargír sem er hannaður til þess að koma okur í djúpt slökunarástand.
Hátíðar Kakó
Áður en ferðalagið hefst er boðið er uppá hátíðlegt kakó sem mun nýtast okkur vel. Kakóið ber með sér allskyns ávinnig. Það inniheldur magnesíum, andoxunarefni og theobromine sem er eitt af helstu virku efnum kakósins. Það hefur verið sýnt fram á að kakó hefur víkkandi áhrif á berkjurnar, sem eykur loftflæði til lungnanna. Kakó og öndun eiga því góða samleið. Það er talað um kakaó sem hjartaopnandi meðal. Það hefur verið notað í andlegum skilningi í margar aldir, sérstaklega í Mið-Ameríku.
Varðeldur
Við endum þetta saman við hlýjan varðeld og snæðum á ljúfengri súpu.
Hafðu samband ef þú ert:
- að prufa öndun í fyrsta skipti
- hjartveik/ur
- flogaveik/ur
- með háan blóðþrýsting
Hvað á að taka með?
- Teppi, púða og augngrímu. Betra að vera vel klædd/ur en ekki.
- Vatnsbrúsa og bolla
- Sundfatnað ef þú vilt skella þér í vatnið fyrir eða eftir ferðalagið
- Glósubók/Dagbók
- Opið hugarfar og ásetning
Hvert mæti ég?
Við hittumst heima í Heiðabrún sem er skógi vaxið land með fagurt útsýni yfir Reykjavík til Úlfarsfells. Við munum verja stúndinni í stóra tjaldinu okkar. Landið okkar liggur við Krókatjörn (lítið mál að skella sér útí ef það kallar) sem er ekki svo langt frá Hafravatni. Það er ekki nema um 15 mín keyrsla frá Reykjavík. Á google maps stendur Krókatjöm í staðinn fyrir Krókatjörn. Við skráningu verða sendar nánari upplýingar varðandi staðsetninguna!

Arnór Sveinsson er leiðbeinandi
Arnór Sveinsson heiti ég, og ég brenn fyrir því að leiða fólk í átt að sjálfsvinnu. Margir sem koma til mín eru að stíga sín fyrstu skref í þessum málum, og því er gott að vera með mörg tól til að bjóða upp á. Þar sem við erum öll blanda af huga, líkama og sál, þá finnst mér mikilvægt að sjálfsvinna haldi utanum alla þessa þætti. Í tímum hjá mér leiði ég fólk inn í slökunarástand með ýmsum aðferðum, en mikilvægast finnst mér að kenna fólki að nota þessar aðferðir sjálft, svo að það öðlist vald yfir eigin taugakerfi og líkama.
Viltu koma með hóp?
Ertu með vinahóp, vinnustað eða saumklúbb? Við tökum hjartnelga vel á móti öllum hópum. Sendu fyrirspurn á anda@anda.is og við finnum tíma fyrir hópinn þinn.
Umbreytandi
Öndunarferðalag
Næstu dagsetningar: 10. júlí, 20. júlí, 24. júlí
3 klst
Kakó og súpa innifalin
Verð 8000kr
Umsagnir



Ég fékk einstakt tækifæri til að taka þátt í einkatíma sem einbeitti sér að mjaðmalosun, spennulosun í hálsi, kviðnuddi og tónheilun, og þessi reynsla var hreint út sagt ótrúleg. Frá fyrsta augnabliki var nærvera Arnórs algjörlega einstök – róandi, fagmannleg og ótrúlega næm fyrir þörfum mínum. Rýmið var öruggt og traust sem gerði mér kleift að kafa djúpt inn í líkama minn og vinna úr djúpri spennu.
Æfingarnar og nuddið voru vissulega krefjandi. Þær kröfðust þess að ég sleppti takinu á vanabundinni spennu eða mótstöðu og leyfði líkamanum að taka á móti. Það var ekki alltaf auðvelt, en áhrifin sem komu í kjölfarið voru ólýsanleg. Ég fann fyrir djúpri losun í mjöðmum og kjarna, og mér leið eins og líkami minn hefði opnast og andað að sér ferskum krafti. Ég gat líka fundið hvernig kviðnuddið hafði áhrif á líffærin mín og tengdi mig enn frekar við innri starfsemi líkama míns. Þrátt fyrir að þetta væri mjög krefjandi á köflum fann ég fyrir ótrúlegum létti, mikilli tilfinningalosun og frelsi í líkamanum eftir á.
Þessi tími var sannkallað ferðalag inn á við. Ég mæli hiklaust með þessu fyrir alla sem vilja losa um djúpa spennu, efla tengingu við líkama sinn og upplifa umbreytandi áhrif – bæði líkamlega og andlega. Takk Arnór fyrir einstaka reynslu þangað til næst!











Það sem gerist í slökunar ástandi:
- Djúpur og nærandi svefn
- Upptaka næringarefna og góð melting
- Blóðflæði um allar frumur líkamans
- Samkennd, kærleikur, unaður og tenging
- Sköpunarkraftur og hugmyndaflug
- Spennulosun úr vöðvum og taugakerfi
- Tilfinningalosun og úrvinnsla áfalla
- Endurheimt (sérstaklega eftir veikindi)
- Hreinsun úrgangsefna úr lifur, nýrum og sogæðakerfi
- Eðlileg hormónastarfsemi
…Og svo mætti lengi telja.