Verið velkomin í máttugt öndunar ferðalag

Með vandaðri handleiðslu og skýrum ásetningi notum við kröftuga öndun til að komast í umbreytt ástand. Í þessu ástandi getum við haft áhrif á hegðunarmynstur okkar, skynjað undirliggjandi tilfinningar og horfst í augu við þær.

Arnór Sveinsson leiðir stundina. Hann leggur áherslu á að öndun sé stunduð af mikilli vitund og virðingu fyrir þeim sterku áhrifum sem hún getur haft í för með sér. Í kröftugri öndun sem þessari myndast tækifæri, og skiptir máli að vera með skýr markmið.

Þessi tími er óhefðbundinn og ólíkur öðrum tímum hjá Arnóri, en hér gefst tækifæri til að fara í öflugri öndun en vanalega. Stundin hefst á fræðslu, áður en farið er inn í öndun, og er svo endað á djúpri slökun til að ná kerfinu aftur niður

Þessi tími er fyrir þá sem vilja:
-Breyta gömlum hegðunarmynstrum
-Komast í tengingu við undirmeðvitundina
-Upplifa umbreytingar kraft öndunar
-Leysa úr tregðum og tilfinningum
-Fólk sem er að prufa öndun í fyrsta skipti
-Hjartveika og flogaveika, og fólk með mjög háan blóðþrýsting
Ferðalagið fer fram í Svövuhúsi 
Hvað er betra en að kúppla sig útúr amstrinu og lenda í náttúrnni rétt fyrir utan bæinn.

Staðsetning er rétt hjá Norðlingaholti. Framhjá afleggjaranum sem fer inn í Heiðmörk. Taktu svo næsta afleggjara til hægri. Þar er skilti sem á stendur Hólmur. Farðu yfir brúna og beint af augum sérðu Svövuhús.

 

Verð:
5000 kr.

Ef þú ert með klippikort í innilega djúpslökun geturðu nýtt það og greitt 1000kr aukalega

Næstaferðalag

16. apríl
kl 20-22
Svövuhús
30. apríl
kl 20-22
Svövuhús
14. maí
kl 20-22
Svövuhús
Shopping Cart