Mjaðmaræs

Opnir tímar

Mjaðmaræs

Mjaðmirnar eru með stærstu liðum líkamans! Þær veita honum stuðning og jafnvægi til að bera líkamsþyngd okkar. Mjaðmaliðirnir eru eins og lamir milli efri og neðri hluta líkamans þar sem stærstu vöðvarnir okkar tengjast. Ástæður fyrir sársauka í mjöðmum getur verið margvíslegar, allt frá of miklu álagi til streitu vegna of mikillar setu. Aðrar orsakir geta tengst orku ójafnvægi frá neikvæðum tilfinningum sem við höfum ekki unnið úr og þær eiga það til að safnast í mjöðmunum okkar og búa til orkutregðu.

Í þessu "Ræsi" færð þú tækifæri til að fara djúpt í mjaðmirnar þínar og losa eins mikið af orkutregðunni og hugur/líkami er tilbúinn að sleppa. Endum síðan á yndislegri djúpslökun og nærandi tónum frá ekta tíbeskum söngskálum

Stífar mjaðmir eru í mörgum tilfellum rótin af verkjum sem við upplifum í líkamanun, t.d í mjóbakinu, hnjánum og alla leið upp í axlir svo eitthvað sé nefnt. Góðu fréttirnar eru að þegar við byrjum að losa, opna og styrkja mjaðmirnar getum við létt á og jafnvel útrýmt þessum verkjum í líkamanum.

Við vinnum með Psoas vöðvann. Hann er í raun eini vöðvinn sem tengir saman efri hluta líkamans við þann neðri þar sem hann tengir sig við frá framanverðum lumbar hryggjarliðum djúpt í kviðarholinu, gengur yfir mjaðmirnar og tengir sig ofarlega á innanverðan lærlegg.

Það getur verið allskonar vesen í þessum vöðva; of stuttur, vanvirkur og stífur, vegna þess að við sitjum of mikið eða annarskonar álag, sem veldur því að hann verður veikur. Við ætlum fara yfir ýmsar æfingar/teygjur sem opna, losa og styrkja þennan mikilvæga vöðva.

Verð: 5.000 kr

Næstu tímar

23. apríl
kl 20-22
Svövuhús
Mjaðmaræs
7. maí
kl 20-22
Svövuhús
Mjaðmaræs
21. maí
kl 20-22
Svövuhús
Mjaðmaræs
Shopping Cart