Mjaðmirnar eru með stærstu liðum líkamans! Þær veita honum stuðning og jafnvægi til að bera líkamsþyngd okkar.
Stífar mjaðmir eru í mörgum tilfellum rótin af verkjum sem við upplifum í líkamanun, t.d í mjóbakinu, hnjánum og alla leið upp í axlir svo eitthvað sé nefnt. Góðu fréttirnar eru að þegar við byrjum að losa, opna og styrkja mjaðmirnar getum við létt á og jafnvel útrýmt þessum verkjum í líkamanum.
Mjaðmaliðirnir eru eins og lamir milli efri og neðri hluta líkamans þar sem stærstu vöðvarnir okkar tengjast. Ástæður fyrir sársauka í mjöðmum getur verið margvíslegar, allt frá of miklu álagi til streitu vegna of mikillar setu.
Aðrar orsakir geta tengst orku ójafnvægi frá neikvæðum tilfinningum sem við höfum ekki unnið úr og þær eiga það til að safnast í mjöðmunum okkar og búa til orkutregðu.
Psoas vöðvinn

Hann er í raun eini vöðvinn sem tengir saman efri hluta líkamans við þann neðri þar sem hann tengir sig við frá framanverðum lumbar hryggjarliðum djúpt í kviðarholinu, gengur yfir mjaðmirnar og tengir sig ofarlega á innanverðan lærlegg.
Það getur verið allskonar vesen í þessum vöðva; of stuttur, vanvirkur og stífur, vegna þess að við sitjum of mikið eða annarskonar álag, sem veldur því að hann verður veikur. Við ætlum fara yfir ýmsar æfingar/teygjur sem opna, losa og styrkja þennan mikilvæga vöðva.
Hvert mæti ég?
Við hittumst heima í Heiðabrún sem er skógi vaxið land með fagurt útsýni yfir Reykjavík til Úlfarsfells. Þar munum við
verja tímanum í stóru tjaldi sem er upphitað með eld. Landið okkar liggur við Krókatjörn (lítið mál að skella sér útí ef það kallar) sem er ekki svo langt frá Hafravatni. Það er ekki nema um 15 mín keyrsla frá Reykjavík. Á google maps stendur Krókatjöm í staðinn fyrir Krókatjörn. Við skráningu verða sendar nánari upplýingar varðandi staðsetninguna!

Arnór Sveinsson er leiðbeinandi
Arnór Sveinsson heiti ég, og ég brenn fyrir því að leiða fólk í átt að sjálfsvinnu. Margir sem koma til mín eru að stíga sín fyrstu skref í þessum málum, og því er gott að vera með mörg tól til að bjóða upp á. Þar sem við erum öll blanda af huga, líkama og sál, þá finnst mér mikilvægt að sjálfsvinna haldi utanum alla þessa þætti. Í tímum hjá mér leiði ég fólk inn í slökunarástand með ýmsum aðferðum, en mikilvægast finnst mér að kenna fólki að nota þessar aðferðir sjálft, svo að það öðlist vald yfir eigin taugakerfi og líkama.
Viltu koma með hóp?
Ertu með vinahóp, vinnustað eða saumklúbb? Við tökum hjartnelga vel á móti öllum hópum. Sendu fyrirspurn á anda@anda.is og við finnum tíma fyrir hópinn þinn.
Umsagnir



Ég fékk einstakt tækifæri til að taka þátt í einkatíma sem einbeitti sér að mjaðmalosun, spennulosun í hálsi, kviðnuddi og tónheilun, og þessi reynsla var hreint út sagt ótrúleg. Frá fyrsta augnabliki var nærvera Arnórs algjörlega einstök – róandi, fagmannleg og ótrúlega næm fyrir þörfum mínum. Rýmið var öruggt og traust sem gerði mér kleift að kafa djúpt inn í líkama minn og vinna úr djúpri spennu.
Æfingarnar og nuddið voru vissulega krefjandi. Þær kröfðust þess að ég sleppti takinu á vanabundinni spennu eða mótstöðu og leyfði líkamanum að taka á móti. Það var ekki alltaf auðvelt, en áhrifin sem komu í kjölfarið voru ólýsanleg. Ég fann fyrir djúpri losun í mjöðmum og kjarna, og mér leið eins og líkami minn hefði opnast og andað að sér ferskum krafti. Ég gat líka fundið hvernig kviðnuddið hafði áhrif á líffærin mín og tengdi mig enn frekar við innri starfsemi líkama míns. Þrátt fyrir að þetta væri mjög krefjandi á köflum fann ég fyrir ótrúlegum létti, mikilli tilfinningalosun og frelsi í líkamanum eftir á.
Þessi tími var sannkallað ferðalag inn á við. Ég mæli hiklaust með þessu fyrir alla sem vilja losa um djúpa spennu, efla tengingu við líkama sinn og upplifa umbreytandi áhrif – bæði líkamlega og andlega. Takk Arnór fyrir einstaka reynslu þangað til næst!









