MjaðmaRæs

 

3. júlí,kl 18 | 17. júlí, kl 18 | 26. júlí kl 11 

2 klst

Verð 6000kr

Mjaðmirnar eru með stærstu liðum líkamans! Þær veita honum stuðning og jafnvægi til að bera líkamsþyngd okkar.

Stífar mjaðmir eru í mörgum tilfellum rótin af verkjum sem við upplifum í líkamanun, t.d í mjóbakinu, hnjánum og alla leið upp í axlir svo eitthvað sé nefnt. Góðu fréttirnar eru að þegar við byrjum að losa, opna og styrkja mjaðmirnar getum við létt á og jafnvel útrýmt þessum verkjum í líkamanum.

Mjaðmaliðirnir eru eins og lamir milli efri og neðri hluta líkamans þar sem stærstu vöðvarnir okkar tengjast. Ástæður fyrir sársauka í mjöðmum getur verið margvíslegar, allt frá of miklu álagi til streitu vegna of mikillar setu. 

Aðrar orsakir geta tengst orku ójafnvægi frá neikvæðum tilfinningum sem við höfum ekki unnið úr og þær eiga það til að safnast í mjöðmunum okkar og búa til orkutregðu.

Psoas vöðvinn

Hann er í raun eini vöðvinn sem tengir saman efri hluta líkamans við þann neðri þar sem hann tengir sig við frá framanverðum lumbar hryggjarliðum djúpt í kviðarholinu, gengur yfir mjaðmirnar og tengir sig ofarlega á innanverðan lærlegg.

Það getur verið allskonar vesen í þessum vöðva; of stuttur, vanvirkur og stífur, vegna þess að við sitjum of mikið eða annarskonar álag, sem veldur því að hann verður veikur. Við ætlum fara yfir ýmsar æfingar/teygjur sem opna, losa og styrkja þennan mikilvæga vöðva.

Hvert mæti ég?

Við hittumst heima í Heiðabrún sem er skógi vaxið land með fagurt útsýni yfir Reykjavík til Úlfarsfells. Þar munum við
 verja tímanum í stóru tjaldi sem er upphitað með eld. Landið okkar liggur við Krókatjörn (lítið mál að skella sér útí ef það kallar) sem er ekki svo langt frá Hafravatni. Það er ekki nema um 15 mín keyrsla frá Reykjavík. Á google maps stendur Krókatjöm í staðinn fyrir Krókatjörn. Við skráningu verða sendar nánari upplýingar varðandi staðsetninguna!

277295790_10159651470784654_2691600638526303193_n

Arnór Sveinsson er leiðbeinandi

Arnór Sveinsson heiti ég, og ég brenn fyrir því að leiða fólk í átt að sjálfsvinnu. Margir sem koma til mín eru að stíga sín fyrstu skref í þessum málum, og því er gott að vera með mörg tól til að bjóða upp á. Þar sem við erum öll blanda af huga, líkama og sál, þá finnst mér mikilvægt að sjálfsvinna haldi utanum alla þessa þætti. Í tímum hjá mér leiði ég fólk inn í slökunarástand með ýmsum aðferðum, en mikilvægast finnst mér að kenna fólki að nota þessar aðferðir sjálft, svo að það öðlist vald yfir eigin taugakerfi og líkama. 

Viltu koma með hóp?

Ertu með vinahóp, vinnustað eða saumklúbb? Við tökum hjartnelga vel á móti öllum hópum. Sendu fyrirspurn á anda@anda.is og við finnum tíma fyrir hópinn þinn.  

MjaðmaRæs

3. júlí,kl 18 | 17. júlí, kl 18 | 26. júlí kl 11 

2 klst

Verð 6000kr

Umsagnir

Ég get ekki mælt nógu mikið með einkasession hjá Arnóri. Hann hefur sérstakann hæfileika og færni í að halda rými á meðan á djúpu heilunarferli stendur. Ásetningur, leiddar öndunaræfingar, hljóðheilun tíbetskra söngskála og vefjalosun og útkoman er algjör endurnæring sálar og líkama.
Þóra Hlín Friðriksdóttir
Ég fór í magnaðan einkatíma hjá Arnóri. Djúpar teygjur, bandvefslosun og kviðnudd ásamt öndun & tónheilun. Algjörlega magnað og ekki hægt að setja í orð hvernig mér líður eftir tímann, þú þarft bara að upplifa og leyfa honum að "work his magic"
Aðalheiður Jensen
Arnór miðlar einstökum skilningi og yfirburða þekkingu sinni á samspili líkama og sálar afar skýrt, skiljanlega og (ekki síst!) skemmtilega. Eftir að hafa þegið þá fræðslu hugsar maður öðruvísi um samband hugar og handar, anda og efnis. Að fylgja Arnóri í leiddum öndunaræfingum er alltaf lærdómsríkt og oftast reyndar ríflega það – næstum töfrum líkast.
Ragnar Helgi Ólafsson
**Einkatími í mjaðmalosun, kviðnuddi og  tónheilun– ótrúleg reynsla**
 Ég fékk einstakt tækifæri til að taka þátt í einkatíma sem einbeitti sér að mjaðmalosun, spennulosun í hálsi, kviðnuddi og tónheilun, og þessi reynsla var hreint út sagt ótrúleg. Frá fyrsta augnabliki var nærvera Arnórs algjörlega einstök – róandi, fagmannleg og ótrúlega næm fyrir þörfum mínum.  Rýmið var öruggt og traust sem gerði mér kleift að kafa djúpt inn í líkama minn og vinna úr djúpri spennu.
Æfingarnar og nuddið voru vissulega krefjandi. Þær kröfðust þess að ég sleppti takinu á vanabundinni spennu eða mótstöðu og leyfði líkamanum að taka á móti. Það var ekki alltaf auðvelt, en áhrifin sem komu í kjölfarið voru ólýsanleg. Ég fann fyrir djúpri losun í mjöðmum og kjarna, og mér leið eins og líkami minn hefði opnast og andað að sér ferskum krafti. Ég gat líka fundið hvernig kviðnuddið hafði áhrif á líffærin mín og tengdi mig enn frekar við innri starfsemi líkama míns. Þrátt fyrir að þetta væri mjög krefjandi á köflum fann ég fyrir ótrúlegum létti, mikilli tilfinningalosun og frelsi í líkamanum eftir á.
Þessi tími var sannkallað ferðalag inn á við. Ég mæli hiklaust með þessu fyrir alla sem vilja losa um djúpa spennu, efla tengingu við líkama sinn og upplifa umbreytandi áhrif – bæði líkamlega og andlega. Takk Arnór fyrir einstaka reynslu þangað til næst!
Unnur Magna
Svo að það sé sagt. Þá er hver einasta stund sem ég hef upplifað með Arnóri, tækifæri mitt til þess að færast nær sjálfum mér & uppruna mínum. Hann frá fyrstu tímum sem ég sótti gaf mér þessa stórfengilegu einglægu nærveru & breyttist strax í áhveðna fyrirmynd í mínu ferðalagi í leit að því að vera besta útgáfan af sjálfum mér. Vegna þessa hef ég sótt fjölmarga tíma hjá Arnóri & eru uppáhalds tímarnar sem hann heldur reglulega 3 klst kakó hugleiðsla & tónheilun. Ég geri plönin mín í kringum þá tíma, þar sem ég vill alls ekki missa af þeim. Einnig í amstri dagsins hentar mér að hann sé með opna tíma sem ég get hoppað á & upplifað þegar mér hentar að mæta, eins & miðvikudags hugleiðslu tímana sem er góð leið fyrir mig til að stilla mig af í miðri viku. Ég klárlega mæli með að upplifa alla vega einu sinni að fara í nálægð við þennan kærleiksríka strák & taka einkatíma hjá honum þar sem hann leiðir þig í óskiptri athygli í gegnum öndun, yoga, hugleiðslu & tónheilun. Mitt ferðalag í auðmýkt & kærleik varð vonum framar & lífið fallegra eftir að ég fékk að njóta leiðsagnar Arnórs í lífi mínu. Namaste
Arnar Gauti Sverrisson
Fór loksins í einkatíma hjá Arnóri eftir að vera búinn að vera lengi á leiðinni. Þetta var frábær upplifun. Teygjurnar of öndun með aðstoð Arnórs alveg magnað og svo alveg ótrúleg djúpslökun í kjölfarið. Með Ást og hlýju.
Valur Ásgeirsson
Tilfinningin í líkamanum breytist frá því að vera eins og hann sé gerður úr spítum í að vera mjúkur og lifandi. Í lok tímans ná allir vöðvar líkamann fullkominni slökun sem ég var ekki meðvituð um að væri hægt.
Petra Mazetti
I have been one of Arnór’s regular clients for at least a year and a half. His sessions cater to those seeking a deeper connection to their body and soul. Being in Arnór's presence, along with his extensive knowledge, in a private space is truly powerful and extraordinary. He teaches a lot about the connection between body and mind, and it is genuinely healing. It is impressive to see how each session is tailored to individual needs, exploring all possible paths to personal healing, making each experience unique. As Heraclitus once said, "You can never step into the same river twice," which perfectly illustrates how the body and mind work. My personal experiences with Arnór have always been unique; he has guided me through powerful healing and has supported me throughout my pregnancies and postpartum journey. The breathing aspect of the sessions is something I highly recommend to anyone. It leads to the eternal peace that is essential in daily life and helps us remember who we truly are. During pregnancy, this alignment and internal peace are crucial. Although it was not my first pregnancy, it has definitely been my easiest and most profound experience, for which I am incredibly grateful. The wisdom that follows these sessions is amazing—it sometimes brings feelings of sorrow as we learn to let go, happiness, and deeper pleasure in simply being alive. I am truly grateful. Thank you!
Ilona Maria Luize
Ég fór í einkatíma til Arnórs þar sem við áttum gott spjall saman, hann leiddi mig svo í gegnum öndunarferðalag og spilaði svo á tíbeskar söngskálar á nokkrum stöðum við líkamann. Ég naut þess að fara til hans og mér fannst tíminn hafa öflug áhrif á mig og opna mig fyrir því að hleypa tilfinningum upp á yfirborðið. Mér fannst nærvera Arnórs góð og traust og það var þægilegt að spjalla við hann og deila með honum því sem mig langaði til að vinna í. Öndunarferðalagið hafði mögnuð áhrif á mig og opnaði mig fyrir að finna fyrir tilfinningum mínum og víbringurinn úr söngskálunum hafði líka mikil áhrif á mig og mér fannst hann losa vel um stíflur í orkusviðinu. Ég mæli heilshugar með einkatíma hjá Arnóri.
Helga Arnardóttir
Ég get ekki mælt með neinu meira en öðru af því sem Arnór kennir, allir tímar, öll námskeið, allar hugleiðslur og endurnæringahelgar sem ég hef farið á með/hjá honum eru alltaf umfram öllum vonum. Arnór hefur kennt mér alveg svakalega margt á stuttum tíma, hann er virkilega fróður um hvernig líkaminn virkar og er sérstaklega góður í því að útskýra hluti þannig allir geta tengt við og skilið það sem á sér stað í hverjum tíma. Ég for fyrst á grunnnamskeið í yoga hjá honum og ég verð ævinlega þakklát fyrir að hafa byrjað hjá honum því hann passar virkilega vel uppá það að við beitum líkamanum rétt og öndum rétt sem er megin grundvöllurinn í því að komast lengra í jógastöður og tengjast sjálfum okkur betur. Arnór hefur í þokkabót magnaða nærveru og yndislegan styrk sem ég held að allir átti sig á eftir að hafa mætt í tíma hjá honum.
Melkorka Bjartmars
Ég kynntist Arnóri sumarið 2020 þegar ég fór á retreat hjá honum. Var þá á mörkum þess að vera kominn í kulnunarástand undan ofbeldissambandi við sjálfan mig. Var því mjög opinn fyrir að prufa eitthvað nýtt. Á þessu retreati opnaðist fyrir mér nýr heimur og ég áttaði mig á því að lífið þyrfti ekki að vera svona erfitt. Ég fann innri ró og frið sem ég hafði sjaldan upplifað innan hóps, enginn að dæma þig og allir á sínum forsendum þarna. Síðan þá hef ég markvisst unnið að því að ná að heimfæra þessa tilfinningu inn í mitt líf. Það er ekki alltaf auðvelt alltaf því alltaf erum við að mæta sjálfum okkur. Í þessari vinnu minni hef ég haft Arnór með mér sem leiðbeinanda, farið á námskeið ,einkatíma og fleiri retreat. Árangur hefur verið mikill en það er oft krefjandi að mæta sjálfum sér því ekkert hamlar okkur nema okkar eigið hugarfar og gjörðir a endanum. Arnór er alveg geggjaður gaur, hlýr hress og skemmtilegur en líka alvarlegur þegar við á. Gott að tala við hann til þess að létta á sér eða fá ráð,fagmaður fram í fingurgóma. Ég mæli eindregið með því að allir sem hafa hug á að auka hamingju og vellíðan að nýta sér Arnór og það sem hann hefur upp á að bjóða!
Bjarni Sveinsson
Sumarið 2019 breyttist líf mitt! Ég opnaði dyr sem hafa fyllt hjartað mitt af eintómri hamingju. Arnór var einn þeirra sem kom inn í líf mitt og hefur fært mér svo mikla visku,skilning,einlægni og vináttu.Hann er algjör galdramaður og leiðir hvern og einn tíma af svo mikilli ást, virðingu og krafti. Maður kemst á flug, þar sem allt er mögulegt og leiðin er einfaldlega greið. Hann fær þig til að hugsa, endurskoða og meta allar aðstæður í öðru ljósi sem styrkir innsæið þitt á allt öðru stigi, þinn innri fugl verður Loksins frjáls. Ég mæli eindregið með þessari einstöku sál sem ég hef fengið þau forréttindi að kynnast. Ég vona að allir taki skrefið í þetta einstaka ferðalag sem hann býður manni upp á í mörgum myndum (Whim hof öndun, buteyko öndun, haf öndun, cacao ceramonium , netnámskeiðum og einkatímum. Takk fyrir allt elsku vinur!
Fanney Einarsdóttir
Ég ef farið á námskeið hjá Arnóri og einkatíma. Mér datt ekki í hug þegar ég byrjaði hvað ég myndi læra mikið og svo hvað það myndi hafa mikil og jákvæð áhrif á líf mitt. Mæli 100% með Arnóri. Hver einasti andardráttur eins og Arnór segir.
Arnar Már Snæbjörnsson
Shopping Cart