Hver einasti andardráttur er tækifæri
Slökum aðeins á
Einfalt & árangursríkt netnámskeið
Námskeiðið kemur út 7. febrúar og er það komið í forsölu á afsláttarverði.
FORSÖLU VERÐ: 11.900
ALMENNT VERÐ: 18.900
Á döfinni
Hér má sjá þá viðburði sem eru á dagskrá á næstunni
Um Arnór
Arnór Sveinsson heiti ég, og ég brenn fyrir því að leiða fólk í átt að sjálfsvinnu.
Margir sem koma til mín eru að stíga sín fyrstu skref í þessum málum, og því er gott að vera með mörg tól til að bjóða upp á. Þar sem við erum öll blanda af huga, líkama og sál, þá finnst mér mikilvægt að sjálfsvinna haldi utanum alla þessa þætti.
Í tímum hjá mér leiði ég fólk inn í slökunarástand með ýmsum aðferðum, en mikilvægast finnst mér að kenna fólki að nota þessar aðferðir sjálft, svo að það öðlist vald yfir eigin taugakerfi og líkama. Ég leiði fólk í gegnum tregður og hindranir, hvort sem þær stafa af líkamlegum eða tilfinningalegum grunni. Frekar en að týnast í nákvæmum aðferðum, reglum og formúlum, þó þær hafi sinn tilgang, legg ég áherslu á að fólk læri grundvallaratriði. Sem dæmi kenni ég ekki eina ákveðna öndunaraðferð heldur almennt um öndun og hvernig við getum nýtt okkur hana á margvíslegan máta.
Reynsla og þekking
Þegar það kemur að minni sérþekkingu þá kem ég úr ýmsum áttum, en í gegnum árin hef ég sankað að mér lærdóm frá kennurum víðsvegar um heiminn.
Eftir að ég hafði unnið á sjó í 11 ár ákvað ég a ð snúa blaðinu við og safna mér þekkingu sem við kemur heilsu. Ferðalagið hófst þegar ég lærði yoga í Taílandi og kynntist þar munki sem kendi mér hugleiðslu.
Auk þess hef ég lært eftirfarandi: Öndun, líkamsrækt, tónheilun, stoðkerfislausnir, kviðar/líffæranudd, markþjálfun, kuldaþjálfun, vatnameðferðir, jóga og hugleiðslu.
Ég held úti reglulegum námskeiðum þar sem mikið af þessu er blandað saman. Ég er bæði með staka tíma og lengri námskeið. Ég býð líka upp á einkatíma þar sem meðferðin miðast út frá þörfum einstaklingsins hverju sinni, en mörgum finnst hjálplegt að koma reglulega yfir nokkurra mánaða skeið. Ég býð nýverið upp á vatnameferðir fyrir einstaklinga og pör. Nokkrum sinnum yfir árið held ég helgar retreat þar sem mörgum af þessum aðferðum og upplifunum er blandað saman.
Það er, eins og sést, erfitt fyrir mig að lýsa mér í nokkrum orðum, en í grunninn byggja þessar aðferðir á því að komast í tengingu við innra sjálfið. Meirihluti vestræna heimsins virðist vera í streitu, kvíða eða þunglyndi, og því brenn ég fyrir því að hjálpa fólki að fylgja og hlusta á hjartað.
Í boði
Tímar og aðferðir sem ég býð upp á
Umsagnir
Ég fékk einstakt tækifæri til að taka þátt í einkatíma sem einbeitti sér að mjaðmalosun, spennulosun í hálsi, kviðnuddi og tónheilun, og þessi reynsla var hreint út sagt ótrúleg. Frá fyrsta augnabliki var nærvera Arnórs algjörlega einstök – róandi, fagmannleg og ótrúlega næm fyrir þörfum mínum. Rýmið var öruggt og traust sem gerði mér kleift að kafa djúpt inn í líkama minn og vinna úr djúpri spennu.
Æfingarnar og nuddið voru vissulega krefjandi. Þær kröfðust þess að ég sleppti takinu á vanabundinni spennu eða mótstöðu og leyfði líkamanum að taka á móti. Það var ekki alltaf auðvelt, en áhrifin sem komu í kjölfarið voru ólýsanleg. Ég fann fyrir djúpri losun í mjöðmum og kjarna, og mér leið eins og líkami minn hefði opnast og andað að sér ferskum krafti. Ég gat líka fundið hvernig kviðnuddið hafði áhrif á líffærin mín og tengdi mig enn frekar við innri starfsemi líkama míns. Þrátt fyrir að þetta væri mjög krefjandi á köflum fann ég fyrir ótrúlegum létti, mikilli tilfinningalosun og frelsi í líkamanum eftir á.
Þessi tími var sannkallað ferðalag inn á við. Ég mæli hiklaust með þessu fyrir alla sem vilja losa um djúpa spennu, efla tengingu við líkama sinn og upplifa umbreytandi áhrif – bæði líkamlega og andlega. Takk Arnór fyrir einstaka reynslu þangað til næst!
I have been one of Arnór’s regular clients for at least a year and a half. His sessions cater to those seeking a deeper connection to their body and soul. Being in Arnór's presence, along with his extensive knowledge, in a private space is truly powerful and extraordinary. He teaches a lot about the connection between body and mind, and it is genuinely healing. It is impressive to see how each session is tailored to individual needs, exploring all possible paths to personal healing, making each experience unique. As Heraclitus once said, "You can never step into the same river twice," which perfectly illustrates how the body and mind work. My personal experiences with Arnór have always been unique; he has guided me through powerful healing and has supported me throughout my pregnancies and postpartum journey. The breathing aspect of the sessions is something I highly recommend to anyone. It leads to the eternal peace that is essential in daily life and helps us remember who we truly are. During pregnancy, this alignment and internal peace are crucial. Although it was not my first pregnancy, it has definitely been my easiest and most profound experience, for which I am incredibly grateful. The wisdom that follows these sessions is amazing—it sometimes brings feelings of sorrow as we learn to let go, happiness, and deeper pleasure in simply being alive. I am truly grateful. Thank you!
Fór loksins í einkatíma hjá Arnóri eftir að vera búinn að vera lengi á leiðinni. Þetta var frábær upplifun. Teygjurnar of öndun með aðstoð Arnórs alveg magnað og svo alveg ótrúleg djúpslökun í kjölfarið. Með Ást og hlýju.
Tilfinningin í líkamanum breytist frá því að vera eins og hann sé gerður úr spítum í að vera mjúkur og lifandi. Í lok tímans ná allir vöðvar líkamann fullkominni slökun sem ég var ekki meðvituð um að væri hægt.
Ég get ekki mælt með neinu meira en öðru af því sem Arnór kennir, allir tímar, öll námskeið, allar hugleiðslur og endurnæringahelgar sem ég hef farið á með/hjá honum eru alltaf umfram öllum vonum. Arnór hefur kennt mér alveg svakalega margt á stuttum tíma, hann er virkilega fróður um hvernig líkaminn virkar og er sérstaklega góður í því að útskýra hluti þannig allir geta tengt við og skilið það sem á sér stað í hverjum tíma. Ég for fyrst á grunnnamskeið í yoga hjá honum og ég verð ævinlega þakklát fyrir að hafa byrjað hjá honum því hann passar virkilega vel uppá það að við beitum líkamanum rétt og öndum rétt sem er megin grundvöllurinn í því að komast lengra í jógastöður og tengjast sjálfum okkur betur. Arnór hefur í þokkabót magnaða nærveru og yndislegan styrk sem ég held að allir átti sig á eftir að hafa mætt í tíma hjá honum.
Sumarið 2019 breyttist líf mitt! Ég opnaði dyr sem hafa fyllt hjartað mitt af eintómri hamingju. Arnór var einn þeirra sem kom inn í líf mitt og hefur fært mér svo mikla visku,skilning,einlægni og vináttu.Hann er algjör galdramaður og leiðir hvern og einn tíma af svo mikilli ást, virðingu og krafti. Maður kemst á flug, þar sem allt er mögulegt og leiðin er einfaldlega greið. Hann fær þig til að hugsa, endurskoða og meta allar aðstæður í öðru ljósi sem styrkir innsæið þitt á allt öðru stigi, þinn innri fugl verður Loksins frjáls. Ég mæli eindregið með þessari einstöku sál sem ég hef fengið þau forréttindi að kynnast. Ég vona að allir taki skrefið í þetta einstaka ferðalag sem hann býður manni upp á í mörgum myndum (Whim hof öndun, buteyko öndun, haf öndun, cacao ceramonium , netnámskeiðum og einkatímum. Takk fyrir allt elsku vinur!
Ég ef farið á námskeið hjá Arnóri og einkatíma. Mér datt ekki í hug þegar ég byrjaði hvað ég myndi læra mikið og svo hvað það myndi hafa mikil og jákvæð áhrif á líf mitt. Mæli 100% með Arnóri. Hver einasti andardráttur eins og Arnór segir.
Vertu í sambandi!
Ef þú ert með fyrirspurnir um námskeið, einkatíma eða hvað sem er, ekki hika við að hafa samband.
Póstlisti
Skráðu þig á póstlistann okkar til að fá nýjustu fréttir og upplýsingar um námskeið og viðburði.