Hver einasti andardráttur er tækifæri

NÁMSKEIÐ / HÓPTÍMAR / EINKATÍMAR / RETREAT

Á döfinni

Hér má sjá þá viðburði sem eru á dagskrá á næstunni

4. & 18. Sept
kl 20-21:15
EdenYoga
11. & 25. sept
kl 20-22
EdenYoga
14.-15. sept
kl 11-16
Heiðarbrún

Um Arnór

Arnór Sveinsson heiti ég, og ég brenn fyrir því að leiða fólk í átt að sjálfsvinnu.

Margir sem koma til mín eru að stíga sín fyrstu skref í þessum málum, og því er gott að vera með mörg tól til að bjóða upp á. Þar sem við erum öll blanda af huga, líkama og sál, þá finnst mér mikilvægt að sjálfsvinna haldi utanum alla þessa þætti.

Í tímum hjá mér leiði ég fólk inn í slökunarástand með ýmsum aðferðum, en mikilvægast finnst mér að kenna fólki að nota þessar aðferðir sjálft, svo að það öðlist vald yfir eigin taugakerfi og líkama. Ég leiði fólk í gegnum tregður og hindranir, hvort sem þær stafa af líkamlegum eða tilfinningalegum grunni. Frekar en að týnast í nákvæmum aðferðum, reglum og formúlum, þó þær hafi sinn tilgang, legg ég áherslu á að fólk læri grundvallaratriði. Sem dæmi kenni ég ekki eina ákveðna öndunaraðferð heldur almennt um öndun og hvernig við getum nýtt okkur hana á margvíslegan máta.



Reynsla og þekking

Þegar það kemur að minni sérþekkingu þá kem ég úr ýmsum áttum, en í gegnum árin hef ég sankað að mér lærdóm frá kennurum víðsvegar um heiminn.

Eftir að ég hafði unnið á sjó í 11 ár ákvað ég a ð snúa blaðinu við og safna mér þekkingu sem við kemur heilsu. Ferðalagið hófst þegar ég lærði yoga í Taílandi og kynntist þar munki sem kendi mér hugleiðslu. Auk þess hef ég lært eftirfarandi: Öndun, líkamsrækt, tónheilun, stoðkerfislausnir, kviðar/líffæranudd, markþjálfun, kuldaþjálfun, vatnameðferðir, jóga og hugleiðslu.

Ég held úti reglulegum námskeiðum þar sem mikið af þessu er blandað saman. Ég er bæði með staka tíma og lengri námskeið. Ég býð líka upp á einkatíma þar sem meðferðin miðast út frá þörfum einstaklingsins hverju sinni, en mörgum finnst hjálplegt að koma reglulega yfir nokkurra mánaða skeið. Ég býð nýverið upp á vatnameferðir fyrir einstaklinga og pör. Nokkrum sinnum yfir árið held ég helgar retreat þar sem mörgum af þessum aðferðum og upplifunum er blandað saman.

Það er, eins og sést, erfitt fyrir mig að lýsa mér í nokkrum orðum, en í grunninn byggja þessar aðferðir á því að komast í tengingu við innra sjálfið. Meirihluti vestræna heimsins virðist vera í streitu, kvíða eða þunglyndi, og því brenn ég fyrir því að hjálpa fólki að fylgja og hlusta á hjartað.

Í boði

Tímar og aðferðir sem ég býð upp á

Einkatímar

Einkatímar

Ég býð upp á margvíslega einkatíma og notast þar við ýmsar mismunandi aðferðir

  • Líkami & Andi (blanda af ýmsu)
  • Einkatími í kviðnuddi
  • Einkatími í tónheilun
  • Einkatími í öndun
  • Einkatími í markþjálfun
  • Einkatími í vatnameðferð
Vertu í sambandi!

Ef þú ert með fyrirspurnir um námskeið, einkatíma eða hvað sem er, ekki hika við að hafa samband.

Póstlisti

Skráðu þig á póstlistann okkar til að fá nýjustu fréttir og upplýsingar um námskeið og viðburði.

Shopping Cart