Einkatímar

Verð

Verð:
- Tvöfaldur tími: 2 klst - 26.000 kr.
- Stakur tími: 1 klst - 14.900 kr.

Ég býð upp á afslátt fyrir þau sem vilja greiða fyrir nokkur skipti í einu

Líkami & Andi (blanda af ýmsu)

Hér blanda ég saman mörgum af þeim aðferðum sem ég kann, til þess að mæta hinum ýmsu þörfum hvers og eins. Við byrjum yfirleitt á spjalli/markþjálfun, en förum svo yfir í vefjalosun af ýmsu tagi, bæði með teygjum og kviðnuddi. Einnig er farið í öndunaræfingar, leidda hugleiðslu og tónheilun.


Einkatími
Líkami & Andi - 2 klst

Kviðnudd

Í Taílandi lærði ég kínverskt líffæranudd sem nefnist Chi Nei Tsang, og hef ég blandað því við aðrar aðferðir sem ég hef lært. Í nuddinu er lögð áhersla á að leggja djúpan þrýsting á ákveðin svæði í kviðarholinu til þess að örva og styrkja líffærin, svo að þau starfi betur. Mín reynsla er sú að mikið af tregðum og tilfinningalegri spennu leynist í kviðarholinu, meðal annars í bandvefnum. Ég hef séð góðan árangur hjá fólki sem kemur til mín í þetta nudd, og oft virðist losna um verki í líkamanum, þar sem bandvefurinn tengist þessu öllu saman. Kviðnudd er tilvalið fyrir fólk sem glímir við kvíða, streitu, meltingartruflanir, bólgur, stoðkerfisvandamál, tilfinningalega tregðu og margt fleira. Nuddið stuðlar að slökunar ástandi, losar um bandvefi, hnúta og spennu.
Kviðnudd getur hjálpað við:

- Að losa spennu - Hnúta og krampa í kviðnum - Að bæta meltingarstarfsemi - Tíðaverki - Hægðatregðu - Uppþembu - Niðurgang - Ófrjósemi og getuleysi - Meltingartruflanir - bakflæði - brjóstsviða - Iðrabólgur - Verkir í baki- hálsi og öxlum - Kvíða, oföndun, mæði - Svefnleysi - svefnvandamál - Ýmis tilfinningaleg áföll vagfæravanda - Að efla ónæmiskerfið - Að bæta sogæðaflæði

Einkatími
Kviðnudd - 1 eða 2 klst

Öndun

Ég býð upp á einkatíma í öndun. Viltu bæta líkamlegt og andlegt þol? Viltu ferðast inn í dýpsta kjarnann og finna svör við þínum spurningum? Viltu minnka bólgur og verki í líkamanum eða bæta ónæmiskerfið? Viltu öðlast meiri skilning á öndun yfir höfuð? Það eru ótal margar ástæður fyrir því að við ættum að stunda öndunaræfingar, því við erum alltaf andandi. Ég stýri öndunaræfingum í takt við þarfir og óskir einstaklingsins hverju sinni. Öndun getur róað taugakerfið, skapað meiri orku og fókus, en hún getur líka komið okkur í djúpt hugleiðsluástand. Ég lærði grunninn að öndun í jógafræðinni, en ofan á það hef ég lokið kennaranámi hjá Wim Hof (Wim Hof Method), og einnig hef ég lokið Level 1 og 2 í Breathwork Masterclass hjá Kasper Van Der Meulen, sem er með fremstu öndunar þjálfurum í vestræna heiminum.

Einkatími
Öndun - 1 eða 2 klst

Tónheilun

Ég komst í kynni við tíbeskar tónskálar þegar ég lærði hjá manni sem heitir Raúl, sem var þá að kenna mér nudd (ancient massage). Skálarnar vöktu forvitni mína og lét ég senda til mín sérvaldar skálar frá tíbet sem ég tvinnaði inn í tímana mína. Auk þess nota ég líka trommu og gong, til dæmis í öndunar leiðslum og slökun. Einkatími í tónheilun fer þannig fram, að þú leggst á dýnu og ert umvafinn 7 Tíbeskum tónskálum. Þú ert leidd/ur í gegnum ákveðna öndunaræfingu meðan ég byrja að spila á skálarnar sem liggja í kringum þig og lagðar á líkamann. Bæði öndunin og hljóðbylgjurnar hafa róandi áhrif á taugakerfið sem losar um streitu í öllu kerfinu og gerir þér kleift að ná mjög djúpri slökun. Tónheilunin er ferðalag inná við, í undirmeðvitund og tilfinningar og ferðast tónarnir í gegnum allar frumur líkamans.

Einkatími
Tónheilun - 1 eða 2 klst

Markþjálfun

Markþjálfun er frábært tól fyrir alla. Hún hjálpar okkur að ná markmiðum okkar, breyta til í lífinu, finna svör við ýmsum spurningum, en markþjálfun er líka góð fyrir fólk sem veit ekkert hvað það vill. Ég lærði markþjálfun hjá Evolvia, en markþjálfun gengur út á það að hjálpa fólki að komast að því hvað það vill í lífinu. Með ákveðnum aðferðum er einstaklingurinn leiddur að því að komast sjálfur að svörum sinna eigin spurninga.

Einkatími
Markþjálfun - 1 eða 2 klst

Vatnameðferð

Ég lærði flotmeðferð (Þrep 1 og 2) hjá Flothettu teyminu. Meðferðin snýst um að ná djúpri slökun í þyngdarleysi vatnsins, og það er hvergi betra umhverfi til þess en í vatninu. Í vatnameðferð leiðum við líkamann í mjúkar og liðkandi hreyfingar og nudd í vatninu. Þetta hjálpar líkamanum að losa um spennu og skilur eftir sig djúpa slökun.Njóttu þess að sleppa takinu í sælu og kyrrð á meðan þú losar um spennu í öllum líkamanum. Blóðþrýstingur og hjartsláttur hægir á sér um leið þú sekkur inn í djúpt og afslappað ástand. Að fljóta dregur úr streitu, hjálpar líkamanum að afeitra sig, léttir á eymslum, flýtir bata á meiðslum og vinnur vel gegn svefnleysi, þunglyndi, streitu og kvíða. Eftir flot kemst þú dýpri tengsl við sjálfan þig. Finnur fyrir skýrleika og einbeitingu, líkamlegri og andlegri endurnýjun.Ég lærði líka aðferð sem heitir Liquid cosmos, frá Marina Sans og kemur frá Portúgal. Hjá henni lærði ég öðruvísi nálgun á vatnameðferð, og blanda ég þessum aðferðum saman í einkameðferðum og á retreat-um.

Einkatími
Vatnameðferð - 1 eða 2 klst
Shopping Cart