Sæla að kæla

Námskeið

Sæla að kæla

Vilt þú verða sterkari og hraustari einstaklingur, sem getur tekist á við áskoranir lífsins? Kæling er ævagömul og hnitmiðuð leið til þess að kjarna huga, sál og líkama saman í eitt. Þegar við kælum líkamann losar hann endorfín út í kerfið, náttúruleg efni sem skapa gleðitilfinningu, verkjastillingu og vellíðan

Einn af helstu kostum kælingar er áhrif hennar á bólgur í líkamanum. Þetta getur verið sérstaklega gagnlegt fyrir einstaklinga með bólgusjúkdóma eins og liðagigt, íþróttafólk eða einstaklinga sem eru að jafna sig eftir mikla líkamlega áreynslu. Aukin ónæmisvirkni verður í kuldanum, sem örvar framleiðslu hvítra blóðkorna. Regluleg notkun ísbaða við réttar aðstæður getur hjálpað til við að styrkja ónæmiskerfið og hugsanlega dregið úr hættu á veikindum.

Frá andlegu sjónarhorni má skilja kælingu sem verkfæri til að byggja sjálfsaga og sjálfstraust. Meðan á ísbaði stendur er gott að einblína á öndun og vitund. Þegar hugurinn kyrrist getum við haldið ró og stöðugleika í kuldanum. Mikill kuldi getur virkað sem hvati til að reyna á takmörk mannsins, bæði líkamlega og andlega. Kuldinn krefst þess að einstaklingur rækti með sér innri styrk, seiglu og ákveðni til að sigrast á vanlíðan, ótta og mótspyrnu. Kæling kennir okkur að horfast í augu við hindranir í lífinu, sem getur leitt til innri umbreytingar. Þessi aukna vitund leiðir til skýrleika og innri friðar. Þó að reynslan sjálf geti verið óþægileg um stundarsakir, geta langtímaáhrif verið minni bólgur, bætt blóðflæði og aukin gleðihormón, sem hefur snjóboltaáhrif út í lífið.

Kuldi í réttu magni við réttar aðstæður getur:

Minnkað bólgur
Verið náttúruleg verkjastilling
Skapað sælu og vellíðan
Styrkt hugann
Styrkt ónæmiskerfið
Bætt einbeitingu, vilja og seiglu
Veitt andlega upplifun
Bætt sjálfsaga og sjálfstraust
Bætt blóðflæði og styrkt æðakerfi
Bætt öndun
Skapað hugleiðsluástand
Bætt efnaskipi líkamans
Dregið úr vöðvaeymslum


Í Primal er sérhönnuð aðstaða með tilliti til þessarar iðkunar.
Kaldir pottar og sauna.

Verð: 24.900 kr *allir þátttakendur fá aðgang í Mjúkt movement mán og mið 16:20 og teygjur og öndun á föstudögum 16:20

Næstu Námskeið

3-4 Feb
Primal Iceland
Helgarnámskeið
kl 11:15-15:15
Shopping Cart