Slökum aðeins á
Helgi í Birkihofi
26.-28. sept
24.-26. okt
VERÐ frá 69.000kr – 93.000kr
10% snemmskráningar-aflsáttur
Vertu velkomin(n) í nærandi helgi í Birkihofi. Við ætlum að bjóða upp á andlega og líkamlega næringu í dásamlegu og friðsælu umhverfi þar sem þú getur slitið þig frá hinu daglega amstri. Nærumst í samveru og fræðumst um hvernig við getum hugað betur að heilsunni, með því að kynnast hringrásum innra og yrta. Í kyrrð náttúrunnar finnum við jafnvægi og dýpri tengingu við okkar innsta kjarna með frumöflunum.
FLOTMEÐFERÐIR
TÓNHEILUN Í VATNI
STREITULOSUN & SLÖKUN
ÖNDUNARÆFINGAR
KAKÓ ATHÖFN
HUGLEIÐSLUR
NÆRANDI MATUR
FRÆÐSLA
SÁNA
SUNDLAUG
HEITUR POTTUR
NÁTTÚRUFERÐ
LÆKNINGAJURTIR
NÆRANDI SAMVERA
2 NÆTUR
Hér minnum við okkur á það sem skiptir okkur mestu máli, og leyfum draumum að veita okkur innblástur.
Undirbúið ykkur undir það að þiggja, hvílast og taka á móti umbreytingu í mýkt.
Þessi helgi er hönnuð með það í huga þú fáir hvíld og að þú farir heim með endurnýjaða lífsgleði, bætta sýn á sjálfið og verkfæri til þess að viðhalda þessu ástandi.
Öndun
hefur hefur bein áhrif á taugakerfið þitt og hefur verið notuð í þúsundir ára til að bæta andlega og líkamlega heilsu sem að nútíma vísindi styðja í dag. Hvort sem við þurfum ró, einbeitingu, orku eða breytt hugarástand, þá getum nýtt okkur öndun til þess. Pranayama er einn partur af jóga og þýðir „stjórn á lífsorku“ og felst í meðvitaðri stjórn á öndun. Tæknin er notuð til að róa hugann, bæta einbeitingu og auka orku.
Tónheilun
eru bylgjur sem berast um líkama okkar, sem er stórum hluta vatn. Þessar bylgjur geta dregið úr vöðvaspennu, aukið blóðflæði og örvað súrefnisupptöku í frumum.
Þegar heilinn nemur reglubundinn takt eða sérstakar tíðnir, bregst hann við með því að hægja á heilabylgjum sínum. Þannig færast þær úr streitutengdum beta-bylgjum yfir í alfa- og þeta-bylgjur sem tengjast slökun, djúpri hugleiðslu og sköpunargáfu.
Á sama tíma virkjar þessi hljóðheilun sefkerfi líkamans (parasympatíska taugakerfið) sem lækkar hjartsláttartíðni, dregur úr blóðþrýstingi og stuðlar að innri ró og líkamlegri endurnýjun.
Djúplökun
er ekki aðeins ánægjuleg hvíld, hún er lífsnauðsynleg aðferð til að jafna líkamskerfin, styrkja ónæmiskerfið og gefa huganum frið. Með réttri öndun og handleiðslu sendum við skýr skilaboð til taugakerfisins um að við séum örugg sem virkjar sefkerfið (parasympatíska kerfið). Þegar það gerist hægist á hjartslætti, blóðþrýstingur lækkar. Líkaminn fer í úrvinnslu og endurheimt, losar spennu, losar streituhormón og bætir súrefnisflæði til vöðva og heila.
Flotmeðferð
Líkamann er leiddur í mjúkar og liðkandi hreyfingar og nudd í vatninu. Þetta hjálpar líkamanum að losa um spennu og skilur eftir sig djúpa slökun.
Njóttu þess að sleppa takinu í sælu og kyrrð á meðan þú losar um spennu í öllum líkamanum. Blóðþrýstingur og hjartsláttur hægir á sér um leið þú sekkur inn í djúpt og afslappað ástand. Að fljóta dregur úr streitu, hjálpar líkamanum að afeitra sig, léttir á eymslum, flýtir bata á meiðslum og vinnur vel gegn svefnleysi, þunglyndi, streitu og kvíða. Eftir flot kemst þú dýpri tengsl við sjálfan þig. Finnur fyrir skýrleika og einbeitingu, líkamlegri og andlegri endurnýjun.
Hvað gerist í slökunarástandi?
- Djúpur og nærandi svefn
- Upptaka næringarefna og góð melting
- Blóðflæði um allar frumur líkamans
- Samkennd, kærleikur, unaður og tenging
- Sköpunarkraftur og hugmyndaflug
- Spennulosun úr vöðvum og taugakerfi
- Tilfinningalosun og úrvinnsla áfalla
- Endurheimt (sérstaklega eftir veikindi)
- Hreinsun úrgangsefna úr lifur, nýrum og sogæðakerfi
- Eðlileg hormónastarfsemi
…Og svo mætti lengi telja.
Vilt þú?
- Kúppla þig út og næra þig
- Núllstilla kerfið, næra líkama og sál
- Finna fyrir djúpslökunarástandi þar sem úrvinnsla á sér stað
- Njóta kyrrðar í náttúrunni
- Uppgötva eitthvað nýtt innra með þér
- Verja heillri í eintómri kyrrð og jafnvel sleppa síma og samfélagsmiðlum
- Eiga yndislegan helgi með góðu fólki
- Styrkja ásetning og stefnu
- Öðlast verkfæri sem þú getur nýtt þér í daglega amstrinu
Hvað á að taka með?
- Fatnað samkvæmt veðri, alltaf betra að vera með meira en minna 😉
- Teppi, púða og augngrímu
- Vatnsbrúsa
- Sundfatnað
- Bakboka
- Gönguskó
- Glósubók/Dagbók
- Opið hugarfar og ásetning
Birkihof
Birkihof (Sacred Seed) er himneskur staður falinn í landi Syðri Reykja skammt frá Laugarvatni.
Nánar um Birkihof

Arnór Sveinsson er leiðbeinandi
Arnór Sveinsson heiti ég, og ég brenn fyrir því að leiða fólk í átt að sjálfsvinnu. Margir sem koma til mín eru að stíga sín fyrstu skref í þessum málum, og því er gott að vera með mörg tól til að bjóða upp á. Þar sem við erum öll blanda af huga, líkama og sál, þá finnst mér mikilvægt að sjálfsvinna haldi utanum alla þessa þætti. Í tímum hjá mér leiði ég fólk inn í slökunarástand með ýmsum aðferðum, en mikilvægast finnst mér að kenna fólki að nota þessar aðferðir sjálft, svo að það öðlist vald yfir eigin taugakerfi og líkama.
Viltu koma með hóp?
Ertu með vinahóp, vinnustað eða saumklúbb? Við tökum hjartnelga vel á móti öllum hópum. Sendu fyrirspurn á anda@anda.is og við finnum tíma fyrir hópinn þinn.
Slökum aðeins á
Helgi í Birkihofi
26.-28. sept
24.-26. okt
VERÐ frá 69.000kr – 93.000kr
10% snemmskráningar-aflsáttur
Umsagnir



Ég fékk einstakt tækifæri til að taka þátt í einkatíma sem einbeitti sér að mjaðmalosun, spennulosun í hálsi, kviðnuddi og tónheilun, og þessi reynsla var hreint út sagt ótrúleg. Frá fyrsta augnabliki var nærvera Arnórs algjörlega einstök – róandi, fagmannleg og ótrúlega næm fyrir þörfum mínum. Rýmið var öruggt og traust sem gerði mér kleift að kafa djúpt inn í líkama minn og vinna úr djúpri spennu.
Æfingarnar og nuddið voru vissulega krefjandi. Þær kröfðust þess að ég sleppti takinu á vanabundinni spennu eða mótstöðu og leyfði líkamanum að taka á móti. Það var ekki alltaf auðvelt, en áhrifin sem komu í kjölfarið voru ólýsanleg. Ég fann fyrir djúpri losun í mjöðmum og kjarna, og mér leið eins og líkami minn hefði opnast og andað að sér ferskum krafti. Ég gat líka fundið hvernig kviðnuddið hafði áhrif á líffærin mín og tengdi mig enn frekar við innri starfsemi líkama míns. Þrátt fyrir að þetta væri mjög krefjandi á köflum fann ég fyrir ótrúlegum létti, mikilli tilfinningalosun og frelsi í líkamanum eftir á.
Þessi tími var sannkallað ferðalag inn á við. Ég mæli hiklaust með þessu fyrir alla sem vilja losa um djúpa spennu, efla tengingu við líkama sinn og upplifa umbreytandi áhrif – bæði líkamlega og andlega. Takk Arnór fyrir einstaka reynslu þangað til næst!










Með því að læra nokkur einföld tól, aðferðir sem vísindi styðja við, getum við styrkt “slökunar taugina” eins og við styrkjum vöðva. Því oftar sem við styrkjum getu okkar til að fara í slökunar ástand, þeim mun auðveldara verður að leita í það oftar, ÁN ÁREYNSLU.
Það getur virst framandi að hugsa sér að það sé hægt að takast á við stress án þess að gnísta tönnum, hafa kaldar hendur, endurteknar hugsanir, meltingar vesen, lið og vöðvaverki, svefntruflanir, og listinn er endalaus. Það er algjörlega hægt að vera upptekin og slakur, virkur og stöðugur, með puttann á púlsinum og í flæði á sama tíma.

Stress er oft talað um sem rót alls ills. Það er satt á þann hátt, að ef við kunnum ekki að vinna með það, breytist það í KRÓNÍSKT stress. Það er þá sem vöðvar rýrna, húð skreppur saman eða bólgnar út, meltingin er stopp, sykurlöngun er stöðug eða matarlyst hverfur, hárið þynnist, liðir eru verkjaðir, vöðvaspenna eykst, heilaþoka eða kvíði kikkar inn, hjartsláttur er óreglulegur, hormónakerfið fer í rugl, og ég ætla að hætta hér því þetta verður bara dapurlegt.
Á HINN BÓGINN er skammtíma stress FRÁBÆRT fyrir allar frumur líkamans. Það gefur okkur orku, kraft, úthald, bætta getu til að takast á við hvað sem er, betri súrefnisupptöku, sterkari hug, og bætir líkamlega og andlega heilsu.
Því vil ég hér með vísa því á bug að við eigum bara að lifa stresslausu lífi þar sem allt er bara á léttu nótunum og allir dansa um eins og formlaus gufuský. En hver er munurinn og hvernig greini ég þar á milli? Hvernig veit ég hvenær ég er komin úr “góðu stressi” yfir í “slæmt stress”?
