Skothelt taugakerfi – Endurheimt fyrir framsækið fólk

98.000 kr.

6 janúar – 12 febrúar

Þriðjudaga & fimmtudaga

Kl 8:30- 11:30

6 vikna námskeið – 12 skipti
2x í viku 2 klst í senn

8 pláss

verð: 98.000 (í boði er að skipta greiðslu)

Þú getur skráð þig með því að ganga frá greiðslu strax,

en ef þú vilt skipta greiðslunni niður þá máttu endilega

hafa samband hjá anda@anda.is.

Það er svo mikið af fólki þarna úti sem er að sinna mikilvægum störfum. Þetta er fólk með dugnað, þrautseigju, sem gengur í verkin. Þetta er fólk með skýra sýn, sterk gildi og afkastar mikið. 

Þetta fólk á það þó til að gleyma sjálfu sér, taugakerfinu, og að anda. 

Þetta er einmitt fólkið sem ég, Arnór, vil vinna með. Ég geri það með því að kenna fólki skilvirkar og markvissar leiðir til að ná góðum tökum á taugekerfinu.

Markmið mitt er að fólk upplifi að það sé algjörlega við stýrið á sínu innra ástandi, burt séð frá hvað er í gangi í ytri aðstæðum. 

Það verður alltaf ástæða til að kveikja á streitu kerfinu, svoleiðis er bara nútíminn. Ef það er ekki í vinnunni, þá eru það samfélagsmiðlar, fréttir, hlutir sem þarf að sinna í fjölskyldulífinu og fleira. 

Við getum ekki alltaf stjórnað umhverfinu, en við getum alltaf haft áhrif á okkar viðbrögð, og hvernig við tökumst á við hlutina. 

Með aðferðum sem snúa að öndunartækni, vöðvanotkun, stoðkerfis æfingum og hugleiðslu, hjálpa ég fólki ekki bara að skilja og kunna aðferðirnar, heldur vil ég líka að fólk fái virkilega að njóta þess að upplefa raunverulegt slökunarástand, í mínum tímum. Því oftar sem við getum komið okkur í þetta djúpa endurheimtunar ástand, því einfaldara er fyrir okkur að gera það í lífinu frá degi til dags.

Við þurfum að kenna líkamanum að það sé öruggt að slaka á, og það krefst endurtekningar. 

Því hef ég hannað 6 vikna hópvegferð fyrir skothelt taugakerfi, sem snýr að því að skapa endurheimt í kerfinu. 

Það komast aðeins 8 manns að. 

Þetta er fyrir þau sem eru raunverulega tilbúin í viðsnúning, og að vera við vald á innra ástandi. (Þetta leiðir sjálfsagt til breytinga á ytra umhverfi með tímanum). 

Þetta er fyrir þau sem vilja:

  • Upplifa betra jafnvægi í starfi og fjölskyldulífi.
  • Verða afkastameiri og skilvirkari með tímann sinn.
  • Hafa getu til að skrúfa taugakerfið upp eða niður án örvandi/sefandi efna. 
  • Verða viðstaddari og hafa öfluga nærveru, jafnvel eftir langan vinnudag.
  • Komast í snertingu við tilfinningar sem eru tilbúnar að upplifast.
  • Knýja áfram það sem skiptir máli, ekki bara halda boltum á lofti.

Hvað er innifalið?

  • 12 skipti yfir 6 vikur
  • 2 klukkustundir í senn
  • Te í hverjum tíma
  • Eftirfylgnis spjall 3 vikum eftir að námskeiði lýkur
  • Aðgangur að netnámskeiði

Ertu ekki viss hvort að þetta sé rétt fyrir þig? 

Taktu stöðumat hér (tekur 5 mín), ég mun svo heyra í þér og við sjáum hvað hentar þér.

https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSerIeFNNFdYw2Qq8PPZuVTCQE58TG1vhhmUJwGVbnCuMRGphw/viewform?usp=dialog

 

Dagsetning

Hún Tendrar, 20 nóvember

Shopping Cart