Líkami & Öndun er dagsnámskeið sem sameinar öndun, líkamsvitund og meðvitaða líkamlega vinnu til að styðja við jafnvægi, seiglu og endurheimt í taugakerfinu. Á námskeiðinu er unnið bæði með styrktaræfingar sem byggja upp burð og stöðugleika og teygjur sem létta á kerfinu, mýkja líkamann og styðja við djúpa slökun.
Í stað þess að líta á virkni og slökun sem andstæður, er hér unnið með þær sem samverkandi þætti í sama ferli. Líkaminn fær að vera virkur í öruggu umhverfi – og í kjölfarið rými til að slaka á, jafna sig og endurstilla sig. Þessi samsetning styður við getu taugakerfisins til að færast á milli virkni og hvíldar með meiri mýkt og trausti.
Teygjurnar eru nýttar sem leið til að losa um spennu, skapa rými í líkamanum og styðja við öndun og nærveru. Þær eru unnar á rólegum hraða, með áherslu á skynjun og tengingu, þannig að líkaminn fái skýr skilaboð um öryggi og slökun. Styrktaræfingarnar byggja upp stöðugleika og innri styrk á hátt sem virðir mörk líkamans og styður við sjálfstraust í eigin hreyfingu.
Líkami & Öndun er þannig heildstætt ferðalag þar sem virkni, mýkt og nærvera vinna saman. Með öndunina sem leiðarljós fær líkaminn að upplifa bæði styrk og ró – og taugakerfið rými til að finna jafnvægi á ný.
Námskeiðið hentar þér ef þú:
Finnur fyrir streitu, spennu eða stöðugri virkni í líkamanum
Vilt styrkja tengingu við líkama og öndun á öruggan hátt
Finnur að þú ert oft „í hausnum“ og vilt koma meira niður í líkamann
Vilt byggja upp styrk, stöðugleika og mýkt í eigin líkama
Leitar að raunhæfum verkfærum sem nýtast í daglegu lífi
Á námskeiðinu vinnum við með:
-
Öndun sem styður við jafnvægi, nærveru og innri ró
-
Líkamsvitund (somatic nálgun) til að auka skynjun og tengingu
-
Styrktaræfingar sem byggja upp burð, stöðugleika og sjálfstraust í hreyfingu
-
Teygjur sem létta á kerfinu, mýkja líkamann og styðja við slökun
-
Hægari tempo og meðvitaða leiðsögn sem virðir mörk líkamans
-
Hagnýt verkfæri sem auðvelt er að taka með inn í daglegt líf
Eftir námskeiðið upplifa margir:
Meiri ró og jafnvægi í líkama og taugakerfi
Betri tengingu við öndun og innra ástand
Aukna líkamsvitund og skýrari mörk
Tilfinningu fyrir burði, mýkt og innri stöðugleika
Verkfæri til að styðja sig í streituvaldandi eða krefjandi aðstæðum
Dýpri skilning á því hvernig líkaminn vinnur með – ekki gegn – þér
Ertu ekki viss hvort að þetta sé fyrir þig?
Taktu stöðumat hér (tekur 5 mín), ég mun svo heyra í þér og við sjáum hvað hentar þér.
Hvert mæti ég?
Eden Yoga, Rafstöðvarvegur 1
Arnór Sveinsson er leiðbeinandi
Arnór Sveinsson heiti ég, og ég brenn fyrir því að leiða fólk í átt að sjálfsvinnu. Margir sem koma til mín eru að stíga sín fyrstu skref í þessum málum, og því er gott að vera með mörg tól til að bjóða upp á. Þar sem við erum öll blanda af huga, líkama og sál, þá finnst mér mikilvægt að sjálfsvinna haldi utanum alla þessa þætti. Í tímum hjá mér leiði ég fólk inn í slökunarástand með ýmsum aðferðum, en mikilvægast finnst mér að kenna fólki að nota þessar aðferðir sjálft, svo að það öðlist vald yfir eigin taugakerfi og líkama.
Umsagnir
Ég fékk einstakt tækifæri til að taka þátt í einkatíma sem einbeitti sér að mjaðmalosun, spennulosun í hálsi, kviðnuddi og tónheilun, og þessi reynsla var hreint út sagt ótrúleg. Frá fyrsta augnabliki var nærvera Arnórs algjörlega einstök – róandi, fagmannleg og ótrúlega næm fyrir þörfum mínum. Rýmið var öruggt og traust sem gerði mér kleift að kafa djúpt inn í líkama minn og vinna úr djúpri spennu.
Æfingarnar og nuddið voru vissulega krefjandi. Þær kröfðust þess að ég sleppti takinu á vanabundinni spennu eða mótstöðu og leyfði líkamanum að taka á móti. Það var ekki alltaf auðvelt, en áhrifin sem komu í kjölfarið voru ólýsanleg. Ég fann fyrir djúpri losun í mjöðmum og kjarna, og mér leið eins og líkami minn hefði opnast og andað að sér ferskum krafti. Ég gat líka fundið hvernig kviðnuddið hafði áhrif á líffærin mín og tengdi mig enn frekar við innri starfsemi líkama míns. Þrátt fyrir að þetta væri mjög krefjandi á köflum fann ég fyrir ótrúlegum létti, mikilli tilfinningalosun og frelsi í líkamanum eftir á.
Þessi tími var sannkallað ferðalag inn á við. Ég mæli hiklaust með þessu fyrir alla sem vilja losa um djúpa spennu, efla tengingu við líkama sinn og upplifa umbreytandi áhrif – bæði líkamlega og andlega. Takk Arnór fyrir einstaka reynslu þangað til næst!
