Það er orðið “norm” í okkar samfélagi að vera stressaður. Við þekkjum stressið svo vel að það er eins og það bráðni við okkur og verði hluti af okkur sjálfum, persónuleikanum. Og veistu hvað? Með tímanum breytist persónuleikinn í “stressaða týpan” ef við grípum ekki inn í. Það er einmitt málið. Það er svo margt sem við “ættum að vera að gera” alla daga, svo mikið af kvöðum, ábyrgð, og allt of margt sem átti að gerast fyrir löngu.. Alla daga. Og to-do listinn verður alltaf langur. Ferðalagið verður alltaf jafn langt, en við getum valið að hlaupa í gegn, labba, skokka, eða kannski bara sitt lítið af hverju. Flest okkar eru þó að hlaupa í gegnum daginn og lífið.. Eða kannski í sumum tilvikum að hlaupa frá?
Ef þú hefur á tilfinningunni að eitthvað sé ekki eins og það eigi að vera, þá ert þú á réttum stað. Við ætlum að læra hvernig þú getur, með EINFÖLDUM aðferðum, afkastað jafn miklu, en lifað til fulls á sama tíma. Hljómar það ekki ágætlega?
Hvað hugsar þú um þegar þú hugsar um að slaka á?
Flest okkar halda að við séum að slaka á þegar við:
Sitjum upp í sófa að gúffa í okkur snakk
Horfum á netflix
Skrollum í símanum
Fáum okkur einn kaldan
.. en allt er þetta áframhaldandi flótti, flótti frá okkur sjálfum og lífinu.
Hvernig lítur það þá út, að vera í slökunar ástandi?
Það getur litið hvernig sem er út, því með réttri öndun, hugarfari og líkamsbeitingu, getum við verið í slökunarástandi nánast hvar og hvenær sem er.
Slökun er ekki eitthvað sem við “gerum” í lok dags, bara svo við getum haldið áfram í sama rússíbana daginn eftir, heldur er þetta gegnumgangandi ástand, sem við ættum að geta leitað í sem “status quo” eða “neutral” ástandið.
Stress má, og á að vera hluti af hverjum degi, en það á ekki að vara lengi í senn, það er þá sem það verður einfaldlega hættulegt heilsunni okkar.
Með því að læra nokkur einföld tól, aðferðir sem vísindi styðja við, getum við styrkt “slökunar taugina” eins og við styrkjum vöðva. Því oftar sem við styrkjum getu okkar til að fara í slökunar ástand, þeim mun auðveldara verður að fara leita í það oftar og oftar, ÁN ÁREYNSLU.
Það getur virst framandi að hugsa sér að það sé hægt að takast á við lífið og allt sem það hefur í för með sér án þess að gnísta tönnum, hafa kaldar hendur, endurteknar hugsanir, meltingar vesen, lið og vöðvaverki, svefntruflanir, og listinn er endalaus. Það er algjörlega hægt að vera upptekin og slakur, virkur og stöðugur, með puttann á púlsinum og í flæði á sama tíma.
Stress er oft talað um sem rót alls ills. Það er satt á þann hátt, að ef við kunnum ekki að vinna með það, breytist það í KRÓNÍSKT stress. Það er þá sem vöðvar rýrna, húð skreppur saman eða bólgnar út, meltingin er stopp, sykurlöngu er stöðug eða matarlyst hverfur, hárið þynnist, liðir eru verkjaður, vöðvaspenna eykst, heilaþoka eða kvíði kikkar inn, hjartsláttur er óreglulegur, hormónakerfið ver í rugl, og ég ætla að hætta hér því þetta verður bara dapurlegt að telja allt upp sem gerist í krónísku stressi.
Á HINN BÓGINN er skammtíma stress FRÁBÆRT fyrir allar frumur líkamans. Það gefur okkur orku, kraft, úthald, bætta getu til að takast á við hvað sem er, betri súrefnisupptöku, sterkari hug, og bætir líkamlega og andlega heilsu.
Því vil ég hér með vísa því á bug að við eigum bara að lifa stresslausu lífi þar sem allt er bara á léttu nótunum og allir dansa um eins og formlaus gufuský. En hver er munurinn og hvernig greini ég þar á milli? Hvernig veit ég hvenær ég er komin úr “góðu stressi” yfir í “slæmt stress”?
Þetta er nákvæmlega það sem þú munt læra á þessu netnámskeiði. Ég hef sett saman einfalt, hnitmiðað og “self paced” netnámskeið sem þú tekur þegar þér hentar.
Þetta námskeið er fyrir þig ef þú vilt:
- Verða sterkari einstaklingur sem getur höndlað lífið
- Bæta getu til að skrúfa þig niður í slökunar ástand
- Finna fyrir djúpslökunarástandi þar sem mikil úrvinnsla getur átt sér stað
- Læra öndunaræfingar sem skapa seiglu og bæta úthald í gegnum stress
- Fara í gegnum daginn án þess að vera algjörlega tómur í lok dags
- Öðlast lykla sem koma þér lengra með því að hægja á
Það sem gerist BARA í slökunar ástandi er:
- Djúpur og nærandi svefn
- Upptaka næringarefna og góð melting
- Blóðflæði um allar frumur líkamans
- Samkennd, kærleikur, unaður og tenging
- Sköpunarkraftur og hugmyndaflug
- Spennulosun úr vöðvum og taugakerfi
- Tilfinningalosun og úrvinnsla áfalla
- Endurheimt (sérstaklega eftir veikindi)
- Hreinsun úrgangsefna úr lifur, nýrumi og sogæðakerfi
- Eðlileg hormónastarfsemi
…Og svo mætti lengi telja.
Líkaminn er einfaldlega hannaður þannig, að þegar við erum lengi í stressi kveikir hann á stillingu sem mætti kalla “lifa af stillingin”, og þá er allri líkamsstarfsemi sem snýst ekki um að lifa af sett til hliðar. Ef þetta varir lengi erum við því vægast sagt ekki í góðum málum.
Það sem þú munt fá úr þessu námskeiði er:
öndunaraðferðir
Með mismunandi öndunartækni getur þú náð völdum yfir eigin taugakerfi.
Leiddar djúpslökunar æfingar
Í djúpslökun fær líkaminn tækifæri til að endurheimta heilsuna og komast í jafnvægi.
Tónaferðalög með tónskálum og öðrum hljóðfærum
Með notkun tóna sem gefa frá sér djúpar ljóðbylgjur höfum við árif á undirmeðvitundina.
Praktískur fróðleikur og taugakerfið og hvernig þú getur stýrt því
Hnitmiðuð og nytsamleg vitneskja byggð á vísindum
Líkamlegar æfingar sem eru hannaðar til að skapa slökun
Með því að teygja og styrkja ákveðna líkamshluta getum við haft áhrif á taugakerfið.
Aðstoð við að kortleggja þitt eigið taugakerfi
Við notumst meðal annars við Poly-vagal theory sem gefur okkur skýra mynd af því vernig taugakerfið virkarþ
Slökum aðeins á
Ef þú ert ennþá ekki viss um að þetta sé rétt fyrir þig, þá er auðvitað velkomið að hafa beint samband við mig í gegnum anda@anda.is, eða kíkt í opinn tíma/einkatíma og séð hvað þér finnst.
Námskeiðið kemur út í febrúar 2025, og býð ég góðan afslátt fyrir þig ef þú kaupir námskeiðið núna á forsölu fyrir 28. Febrúar.
FORSÖLU VERÐ: 11.900
ALMENNT VERÐ: 18.900