Skothelt taugakerfi
Endurheimt fyrir framsækið fólk
6 janúar – 12 febrúar
Þriðjudaga & fimmtudaga
Kl 8:30- 11:30
6 vikna námskeið – 12 skipti
2x í viku 2 klst í senn
8 pláss
verð: 98.000
Það er svo mikið af fólki þarna úti sem er að sinna mikilvægum störfum. Þetta er fólk með dugnað, þrautseigju, sem gengur í verkin. Þetta er fólk með skýra sýn, sterk gildi og afkastar mikið.
Þetta fólk á það þó til að gleyma sjálfu sér, taugakerfinu, og að anda.
Þetta er einmitt fólkið sem ég, Arnór, vil vinna með. Ég geri það með því að kenna fólki skilvirkar og markvissar leiðir til að ná góðum tökum á taugekerfinu.
Markmið mitt er að fólk upplifi að það sé algjörlega við stýrið á sínu innra ástandi, burt séð frá hvað er í gangi í ytri aðstæðum.
Það verður alltaf ástæða til að kveikja á streitu kerfinu, svoleiðis er bara nútíminn. Ef það er ekki í vinnunni, þá eru það samfélagsmiðlar, fréttir, hlutir sem þarf að sinna í fjölskyldulífinu og fleira.
Við getum ekki alltaf stjórnað umhverfinu, en við getum alltaf haft áhrif á okkar viðbrögð, og hvernig við tökumst á við hlutina.
Með aðferðum sem snúa að öndunartækni, vöðvanotkun, stoðkerfis æfingum og hugleiðslu, hjálpa ég fólki ekki bara að skilja og kunna aðferðirnar, heldur vil ég líka að fólk fái virkilega að njóta þess að upplefa raunverulegt slökunarástand, í mínum tímum. Því oftar sem við getum komið okkur í þetta djúpa endurheimtunar ástand, því einfaldara er fyrir okkur að gera það í lífinu frá degi til dags.
Við þurfum að kenna líkamanum að það sé öruggt að slaka á, og það krefst endurtekningar.
Því hef ég hannað 6 vikna hópvegferð fyrir skothelt taugakerfi, sem snýr að því að skapa endurheimt í kerfinu.
Það komast aðeins 8 manns að.
Þetta er fyrir þau sem eru raunverulega tilbúin í viðsnúning, og að vera við vald á innra ástandi. (Þetta leiðir sjálfsagt til breytinga á ytra umhverfi með tímanum).
Þetta er fyrir þau sem vilja:
- Upplifa betra jafnvægi í starfi og fjölskyldulífi.
- Verða afkastameiri og skilvirkari með tímann sinn.
- Hafa getu til að skrúfa taugakerfið upp eða niður án örvandi/sefandi efna.
- Verða viðstaddari og hafa öfluga nærveru, jafnvel eftir langan vinnudag.
- Komast í snertingu við tilfinningar sem eru tilbúnar að upplifast.
- Knýja áfram það sem skiptir máli, ekki bara halda boltum á lofti.
Hvað er innifalið?
- 12 skipti yfir 6 vikur
- 2 klukkustundir í senn
- Te í hverjum tíma
- Eftirfylgnis spjall 3 vikum eftir að námskeiði lýkur
- Aðgangur að netnámskeiði
Ertu ekki viss hvort að þetta sé rétt fyrir þig?
Taktu stöðumat hér (tekur 5 mín), ég mun svo heyra í þér og við sjáum hvað hentar þér.
↓
Hvað gerist í slökunarástandi?
- Djúpur og nærandi svefn
- Upptaka næringarefna og góð melting
- Blóðflæði um allar frumur líkamans
- Samkennd, kærleikur, unaður og tenging
- Sköpunarkraftur og hugmyndaflug
- Spennulosun úr vöðvum og taugakerfi
- Tilfinningalosun og úrvinnsla áfalla
- Endurheimt (sérstaklega eftir veikindi)
- Hreinsun úrgangsefna úr lifur, nýrum og sogæðakerfi
- Eðlileg hormónastarfsemi
…Og svo mætti lengi telja.
Hvað á að taka með?
- Gott að koma í þægilegum fötum
- Vatnsbrúsa
- glósubók
- Opið hugarfar og ásetning
Hvert mæti ég?
Eden Yoga
Rafstöðvavegur 1
Arnór Sveinsson er leiðbeinandi
Arnór Sveinsson heiti ég, og ég brenn fyrir því að leiða fólk í átt að sjálfsvinnu. Margir sem koma til mín eru að stíga sín fyrstu skref í þessum málum, og því er gott að vera með mörg tól til að bjóða upp á. Þar sem við erum öll blanda af huga, líkama og sál, þá finnst mér mikilvægt að sjálfsvinna haldi utanum alla þessa þætti. Í tímum hjá mér leiði ég fólk inn í slökunarástand með ýmsum aðferðum, en mikilvægast finnst mér að kenna fólki að nota þessar aðferðir sjálft, svo að það öðlist vald yfir eigin taugakerfi og líkama.
Umsagnir
Ég fékk einstakt tækifæri til að taka þátt í einkatíma sem einbeitti sér að mjaðmalosun, spennulosun í hálsi, kviðnuddi og tónheilun, og þessi reynsla var hreint út sagt ótrúleg. Frá fyrsta augnabliki var nærvera Arnórs algjörlega einstök – róandi, fagmannleg og ótrúlega næm fyrir þörfum mínum. Rýmið var öruggt og traust sem gerði mér kleift að kafa djúpt inn í líkama minn og vinna úr djúpri spennu.
Æfingarnar og nuddið voru vissulega krefjandi. Þær kröfðust þess að ég sleppti takinu á vanabundinni spennu eða mótstöðu og leyfði líkamanum að taka á móti. Það var ekki alltaf auðvelt, en áhrifin sem komu í kjölfarið voru ólýsanleg. Ég fann fyrir djúpri losun í mjöðmum og kjarna, og mér leið eins og líkami minn hefði opnast og andað að sér ferskum krafti. Ég gat líka fundið hvernig kviðnuddið hafði áhrif á líffærin mín og tengdi mig enn frekar við innri starfsemi líkama míns. Þrátt fyrir að þetta væri mjög krefjandi á köflum fann ég fyrir ótrúlegum létti, mikilli tilfinningalosun og frelsi í líkamanum eftir á.
Þessi tími var sannkallað ferðalag inn á við. Ég mæli hiklaust með þessu fyrir alla sem vilja losa um djúpa spennu, efla tengingu við líkama sinn og upplifa umbreytandi áhrif – bæði líkamlega og andlega. Takk Arnór fyrir einstaka reynslu þangað til næst!
Með því að læra nokkur einföld tól, aðferðir sem vísindi styðja við, getum við styrkt “slökunar taugina” eins og við styrkjum vöðva. Því oftar sem við styrkjum getu okkar til að fara í slökunar ástand, þeim mun auðveldara verður að leita í það oftar, ÁN ÁREYNSLU.
Það getur virst framandi að hugsa sér að það sé hægt að takast á við stress án þess að gnísta tönnum, hafa kaldar hendur, endurteknar hugsanir, meltingar vesen, lið og vöðvaverki, svefntruflanir, og listinn er endalaus. Það er algjörlega hægt að vera upptekin og slakur, virkur og stöðugur, með puttann á púlsinum og í flæði á sama tíma.
Stress er oft talað um sem rót alls ills. Það er satt á þann hátt, að ef við kunnum ekki að vinna með það, breytist það í KRÓNÍSKT stress. Það er þá sem vöðvar rýrna, húð skreppur saman eða bólgnar út, meltingin er stopp, sykurlöngun er stöðug eða matarlyst hverfur, hárið þynnist, liðir eru verkjaðir, vöðvaspenna eykst, heilaþoka eða kvíði kikkar inn, hjartsláttur er óreglulegur, hormónakerfið fer í rugl, og ég ætla að hætta hér því þetta verður bara dapurlegt.
Á HINN BÓGINN er skammtíma stress FRÁBÆRT fyrir allar frumur líkamans. Það gefur okkur orku, kraft, úthald, bætta getu til að takast á við hvað sem er, betri súrefnisupptöku, sterkari hug, og bætir líkamlega og andlega heilsu.
Því vil ég hér með vísa því á bug að við eigum bara að lifa stresslausu lífi þar sem allt er bara á léttu nótunum og allir dansa um eins og formlaus gufuský. En hver er munurinn og hvernig greini ég þar á milli? Hvernig veit ég hvenær ég er komin úr “góðu stressi” yfir í “slæmt stress”?
